Dexta útvegar allar gerðir af varmaskiptum, bæði fyrir vökva og gös, og með og án fasabreytingar.
Hér átt við varmaskipta fyrir t.d.:
- Hita- og kælikerfi (lagnakerfi) með vatni og frostlegi.
- Kælikerfi og varmadælukerfi þar sem kælimiðill (vinnumiðill) ýmist eimast eða þéttist.
- Gufukerfi þar sem gufa er þétt og notuð til að hita loft eða vökva.
- Loft, bæði til hitunar (hitaelement) og kælingar og rakaútfellingar (kælielement).
- Varmaendurnýtingu í loftrásum (loftræstikerfum eða iðnaðarferlum), með pörum hitaelementa (Run-around-coils), krossvarmaskiptum (Recuperators) eða varmahjólum (Thermal wheels).