Þjónusta

Dexta býður uppá sérfræðiráðgjöf til lágmörkunar á orku- og vatnsnotkun fyrirtækja, einkum framleiðslufyrirtækja.

Með þessu er dregið úr kostnaði og sóun sem leiðir til þess að rekstur fyrirtækja verður umhverfisvænni, hagkvæmari og samkeppnishæfari.

 Nánar tiltekið:

  • Draga úr eða lágmarka: Orku- og vatnsnotkun,
  • Bæta eða hámarka: Endurnýtingu orku og vatns, ásamt nýtni, hagnaði og samkeppnishæfni.
  • Sem leiðir til: Umhverfisvænni og arðsamari fyrirtækja, ferla og vöru.

Almennt er orkunotkun 5-70% meiri en fræðilega / nauðsynlega þarf að vera af ýmsum ástæðum.

Algengt er að draga megi á einfaldan hátt úr, stundum án teljandi viðbótarkostnaðar, orku og / eða vatnsnotkun sem nemur 3-15% og síðan á bilinu 15-30% með fjárfestingum sem borga sig á u.þ.b. einu til tveimur áum.

Ofangreindu til rökstuðnings má nefna að Evrópusambandið ætlast til þess að hvert aðildarlandanna dragi úr orkunotkun sem nemur 1% árlega á næstu árum, þar sem talið að um 20-25% af núverandi orkunotkun sé óþarfa orkunotkun, m.a. vegna lélegra stýringa, gamals óhagkvæms búnaðar, slæmrar/gamallar hönnunar/tækni eða rangra stillinga (óþarflega heitt eða óþarflega kalt).

Að því gefnu að forathugun á sparnaðarmöguleikum í fyrirtæki eða rekstri sé á bilinu 350-500.000 kr. og að ætlaður lágmarkssparnaður geti verið 3-5%, þá ættu fyrirtæki sem greiða samanlagt um og yfir 10 milljónir á ári fyrir kalt vatn, hitaveituvatn, rafmagn og olíu / eldsneyti, að láta yfirfara / skoða fyrirtækið og kerfin - í heild sinni.

 Endurbætur og sparnaðar næst með einu eða blöndu af eftirfarandi:

  • Einfaldlega uppfæra, bæta eða endurstilla stýringar ferla eða verksmiðju,
  • Bæta búnaði við ferilinn eða starfsemina,
  • Endurhanna ferilinn eða starfsemina að hluta eða í heild sinni,
  • Skipta út núverandi búnaði með (nýjum) hagkvæmari eða hentugri búnaði.

Dexta orkutæknilausnir ehf.

Huldugil 62
IS-603
Akureyri

Sími: (+354) 461 5710
GSM: (+354) 894 4721

Kt.: 590505-0720
VSK nr. 86760

Tölvupóstur