Íslenska

Dexta orkutæknilausnir ehf. sérhæfir sig í hönnun og sölu á tæknilausnum og búnaði fyrir orkuflutningsferla (hitun og kælingu), varmaendurnýtingu og aðra orku-, iðnaðar-, og framleiðsluferla.

Dexta býður uppá sérfræðiráðgjöf til lágmörkunar á orku- og vatnsnotkun fyrirtækja til að gera rekstur þeirra umhverfisvænni, hagkvæmari og samkeppnishæfari eða m.ö.o. sjálfbærari.

Dexta hefur unnið með fiskþurrkunarfyrirtækjum frá stofnun (2005). Hér er um að ræða hönnun þurrkferla, varmaendurnýtingarkerfa og sölu á búnaði og heildarlausnum, þar með talið lyktareyðingu - bæði á Íslandi og erlendis.

Dexta hefur undanfarin ár útvegað töluvert af búnaði í fiskeldi á landi.  Hér er um að ræða dælur, bæði borholudælur og hringrásunardælur, og auk þess varmaskipta til varmaendurnýtingar, hreinsibúnað til að hreinsa plötuvarmaskipta á meðan þeir eru í notkun (FoulingCure) og ýmsar aðrar sjálfhreinsandi síur, t.d. Bernoulli, Hectron, CM-Aqua ofl.  Ennfremur býður Dexta súrefniskerfi og annan búnað tengdum þeim.  Að endingu má nefna UV-ljós og loka ásamt drifbúnaði á þá.

Margt fleira mætti telja upp hér, hikið því ekki við að hafa samband.

Dexta orkutæknilausnir ehf.

Huldugil 62
IS-603
Akureyri

Sími: (+354) 461 5710
GSM: (+354) 894 4721

Kt.: 590505-0720
VSK nr. 86760

Tölvupóstur